Fréttir

 • Gufunes samkeppni

  19. April, 2017

  Gufunes var eitt af elstu býlum í Reykjavík og í gegnum tíðina hefur svæðið gegnt margvíslegum hlutverkum. Stórgrýtt strönd, stórbrotið og heillegt holtalandslag ásamt jökulminjum einkenna svæðið. (more…)
 • SAMARK

  20. March, 2017

  Landslag - teiknistofa og ARKÍS arkitektar eru aðilar að Samark og taka saman þátt í þessari sýningu með rammaskipulagi Elliðavogs og Ártúnshöfða. Skipulagið var unnið í samstarfi við Verkís í framhaldi af 1. verðlaunatillögu í samkeppni um þetta stóra uppbyggingarsvæði. Sjáumst í Hörpu í lok vikunnar.
 • Umhverfisfrágangur við Klambratún

  13. March, 2017

  Landslag hannaði umhverfisfrágang í tengslum við nýja forgangsrein strætó, hljóðvarnir og hjóla- og göngustíg á Miklubraut við Klambratún. Það má segja að við þetta stækki Klambratúnsgarðurinn því stígarnir verða í vari af lágum hljóðvörnum og gróðri næst umferðinni. http://reykjavik.is/…/nyjar-straetoakreinar-og-hljodvarnir-…
 • Tilnefning til menningarverðlauna DV

  04. March, 2017

  Áningnarstaður við Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli var á dögunum tilnefndur til menningarverðlauna DV á sviði arkítektúrs. (more…)
 • Nýr borgarhluti í mótun

  18. February, 2017

  Landslag tekur þátt í þessum spennandi verkefnum Reykjavíkurborgar, þ.e. nýlega samþykktu rammaskipulagi fyrir Elliðavog og Ártúnshöfða og þróunarverkefninu "Grensásvegur-Gullinbrú, samgöngu- og þróunarás. Í báðum verkefnum er hágæða samgöngukerfi, léttlesta eða hraðvagna mótað inn í framtíðar borgarumhverfi. Kíkið endilega og fáið frekari upplýsingar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira hér: http://www.visir.is/nytt-hverfi-ris-a-artun…/…/2017170229771  
 • Reykjavík Music Walk

  02. February, 2017

  Gerðumst túristar í eigin borg og röltum með Arnar Eggert Thoroddsen (þgf) um miðborgina og fræddumst rokksögustaði Reykjavíkur í hádeginu #rokkogröltíreykjavík. Vorum fyrstu íslensku kúnnarnir hjá Reykjavik Music Walk en alveg örugglega ekki þeir síðustu.  
 • Lyngássvæði í Garðabæ.

  29. June, 2016

  1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag fyrir Lyngássvæði í Garðabæ. Markmið skipulagsins er að skapa heildstætt umhverfi fjölbreyttrar byggðar þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir ungra fjölskyldna: Lækkun útgjalda heimilanna td. samgöngukostnað. Bættar tengingar milli hverfa, bætt aðgengi að skólum, útivistarsvæðum, verslun og þjónustu. Hagkvæmt húsnæði sem mætir þörfum ungra fjölskyldna (more…)
 • Elliðahöfn við Ártúnshöfða

  11. November, 2015

  Vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi Tillaga Landslags, Arkís og Verkís í samstarfi við Dr. Bjarna Reynarsson hlaut 1. verðlaun í samkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Tillagan byggir á náttúrufarslegum einkennum svæðisins, og leitast við að skapa sterkan staðaranda. Einnig er lögð áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. (more…)
 • Hörputorg

  Lorem ipsum dolor sit amet, consectetuer adipiscing elit. Sed eleifend urna eu sapien. Quisque posuere nunc eu massa. Praesent bibendum lorem non leo. Morbi volutpat, urna eu fermentum rutrum, ligula lacus interdum mauris, ac pulvinar libero pede a enim. Etiam commodo malesuada ante. Donec nec ligula. Curabitur mollis semper diam. (more…)
 • 50 ára afmælisári

  01. April, 2013

  Landslag stendur á stórum tímamótum árið 2013. Í apríl verða 50 ár liðin frá því að Reynir Vilhjálmsson hóf störf sem landslagsarkitekt á Íslandi, en teiknistofan byggir á samfelldum rekstri Reynis og meðeiganda hans síðan þá. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi fyrirtæki í skipulagi og landslagshönnun og hefur starfsfólk teiknistofunnar í gegnum tíðina gert margan garðinn frægan með frjórri hugsun og vönduðum vinnubrögðum. (more…)