• Gufunes samkeppni

  19. April, 2017

  Gufunes var eitt af elstu býlum í Reykjavík og í gegnum tíðina hefur svæðið gegnt margvíslegum hlutverkum. Stórgrýtt strönd, stórbrotið og heillegt holtalandslag ásamt jökulminjum einkenna svæðið.

 • SAMARK

  20. March, 2017

  Landslag – teiknistofa og ARKÍS arkitektar eru aðilar að Samark og taka saman þátt í þessari sýningu með rammaskipulagi Elliðavogs og Ártúnshöfða. Skipulagið var unnið í samstarfi við Verkís í framhaldi af 1. verðlaunatillögu í samkeppni um þetta stóra uppbyggingarsvæði. Sjáumst í Hörpu í lok vikunnar.

 • Umhverfisfrágangur við Klambratún

  13. March, 2017

  Landslag hannaði umhverfisfrágang í tengslum við nýja forgangsrein strætó, hljóðvarnir og hjóla- og göngustíg á Miklubraut við Klambratún. Það má segja að við þetta stækki Klambratúnsgarðurinn því stígarnir verða í vari af lágum hljóðvörnum og gróðri næst umferðinni.

  http://reykjavik.is/…/nyjar-straetoakreinar-og-hljodvarnir-…

 • Tilnefning til menningarverðlauna DV

  04. March, 2017

  Áningnarstaður við Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli var á dögunum tilnefndur til menningarverðlauna DV á sviði arkítektúrs.

 • Nýr borgarhluti í mótun

  18. February, 2017

  Landslag tekur þátt í þessum spennandi verkefnum Reykjavíkurborgar, þ.e. nýlega samþykktu rammaskipulagi fyrir Elliðavog og Ártúnshöfða og þróunarverkefninu “Grensásvegur-Gullinbrú, samgöngu- og þróunarás. Í báðum verkefnum er hágæða samgöngukerfi, léttlesta eða hraðvagna mótað inn í framtíðar borgarumhverfi. Kíkið endilega og fáið frekari upplýsingar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
  Meira hér: http://www.visir.is/nytt-hverfi-ris-a-artun…/…/2017170229771

   

 • Reykjavík Music Walk

  02. February, 2017

  Gerðumst túristar í eigin borg og röltum með Arnar Eggert Thoroddsen (þgf) um miðborgina og fræddumst rokksögustaði Reykjavíkur í hádeginu #rokkogröltíreykjavík. Vorum fyrstu íslensku kúnnarnir hjá Reykjavik Music Walk en alveg örugglega ekki þeir síðustu.